Episodes

Tuesday Apr 29, 2025
Q&A með May
Tuesday Apr 29, 2025
Tuesday Apr 29, 2025
May svarar spurningum sem brenna á fylgjendum hennar. Kristjana fer yfir með May fara hvernig hún byrjaði feril sinn, Ungfrú Ísland ferðalagið og hvað það er sem minnir May á hvað skiptir máli ásamt því að komast í gegnum erfiðar aðstæður. May talar um hvernig hún byrjaði á Musically og er í dag komin á samning hjá Atelier Agency. May segir einnig frá fyrirtækinu sem hún er að stofna og hvaða drauma hún hefur fyrir framtíðina.
May á Instagram: https://www.instagram.com/maysigurjonsd/
May á TikTok: https://www.tiktok.com/@maysigurjonsdd

Tuesday Apr 22, 2025
Hvernig kynnumst við nýju fólki, páskapressa & Gelluvinnustofa
Tuesday Apr 22, 2025
Tuesday Apr 22, 2025
Kristjana ræddi við nöfnu sína og frænku Kristjönu Ben um páskapressuna, hvernig er að kynnast nýju fólki, bæði þegar kemur að því að deita og fara í kaffispjöll. Þær ræða hvernig kaffispjöll fara fram og hvernig man heldur uppi samræðum á deiti. Ásamt því að fara yfir næstu Gelluvinnustofu sem fer fram laugardaginn 3. maí í Friðheimum.
Umræða um páskapressuna byrjar á 3:07
Umræða um hvernig við kynnumst nýju fólki byrjar á 20:47 ca.
Umræða um Gelluvinnustofuna byrjar á 38:45
Meira um Gelluvinnustofuna: https://gelluvinnustofa.is/
Gelluvinnustofan á Instagram: https://www.instagram.com/gellu.vinnustofa/
Kristjana Björk á Instagram: https://www.instagram.com/kristjanabb/
Kristjana Björk á TikTok: https://www.tiktok.com/@kristjanabb
Kristjana Ben á Instagram: https://www.instagram.com/kristjanaben/
Kristjana Ben á TikTok: https://www.tiktok.com/@kristjanaben

Tuesday Apr 15, 2025
Rósmarý Kristín - hvernig er að byrja vera áhrifavaldur?
Tuesday Apr 15, 2025
Tuesday Apr 15, 2025
Kristjana spjallar við Rósmarý Kristínu sem er á samning hjá Atelier Agency um hvernig það er að byrja vera áhrifavaldur. Rósmarý segir frá því af hverju hún fór í lyfjafræði og hvaða stóru drauma hún er með. Þær ræða einnig um hvernig það er að pósta reglulega á samfélagsmiðla og fara auðvitað yfir lærdóm vikunnar.
Hér er Rósmarý á instagram: https://www.instagram.com/rosmarykristin/ og TikTok: https://www.tiktok.com/@rosmarykristin

Tuesday Apr 08, 2025
Lilja Marín - samfélagsmiðlar og óvænt módelstarf
Tuesday Apr 08, 2025
Tuesday Apr 08, 2025
Kristjana spjallar við Lilju Maríni um það hvernig það er að byggja sig upp sem áhrifavald. Hún segir líka söguna frá því hvernig hún var fengin til að vera módel þegar hún mætti sem áhorfandi á tískusýningu.Hér má finna Lilju Maríni á samfélagsmiðlum: https://www.tiktok.com/@liljamaarin og https://www.instagram.com/liljamarin/
Lilja talar um Eden Masliah í þættinum en hér er TikTok-ið hennar: https://www.tiktok.com/@edenmasliah

Monday Mar 31, 2025
Fanney Dóra - margt hefur breyst á samfélagsmiðlum
Monday Mar 31, 2025
Monday Mar 31, 2025
Kristjana spjallar við Fanney Dóru um hvernig hún byrjaði á samfélagsmiðlum og hvernig samfélagsmiðlar hafa þróast síðan. Fanney fer yfir það hvernig samfélagsmiðlar hafa breyst frá því að hún byrjaði að blogga og á Snapchat en í dag er hún ein af stærstu áhrifavöldum á Íslandi.

Tuesday Mar 25, 2025
Lilja Gísla - samfélagsmiðlar og nafnleyndin á TikTok
Tuesday Mar 25, 2025
Tuesday Mar 25, 2025
Kristjana Barðdal og Lilja Gísla spjalla um hvernig samfélagsmiðlar eru í dag og hvernig nafnleynd hefur áhrif á hegðun fólks á TikTok. Lilja fer yfir framann sinn og hvernig áhugi hennar á markaðsmálum og snyrtivörum leiddi hana í markaðsteymi Hagkaupa. Lilja hefur haldið úti hlaðvörpunum Afsakið og Fantasíusvítan og er mikil körfuboltaáhugakona.
Þátturinn er í boði A4.

Tuesday Mar 11, 2025
Atelier Agency - algengar spurningar
Tuesday Mar 11, 2025
Tuesday Mar 11, 2025
Kristjana fékk enga aðra til sín en Kristjönu Ben sem hélt lengi vel úti hlaðvarpinu Já elskan. Þær nöfnurnar fara yfir algengar spurningar í sambandi við nýstofnuðu umboðsskrifstofuna Atelier Agency. Þær ræða líka hvernig það er að taka skrefið að því að stofna sitt eigið fyrirtæki á milli þess sem þær blaðra og hrósa hvor annari.

Tuesday Mar 04, 2025
Sylvía Briem - hvernig stofnaru fyrirtæki?
Tuesday Mar 04, 2025
Tuesday Mar 04, 2025
Kristjana Barðdal og Sylvía Briem spjalla um fyrirtækjarekstur og spennandi fréttir sem Gummi nefndi í síðasta þætti og Kristjana segir frá í þættinum. Sylvía fer yfir hvernig hún byggði upp fjölskyldufyrirtækið Steindal og hvernig hún og Eva Mattadóttir héldu úti hlaðvarpinu: Normið.Sylvía á instagram: https://www.instagram.com/sylviafridjons/

Tuesday Feb 25, 2025
Hvernig tökum við ákvarðanir?
Tuesday Feb 25, 2025
Tuesday Feb 25, 2025
Gummi Kíró og Kristjana Barðdal fara yfir hvað er það mikilvægasta þegar kemur að því að taka ákvarðanir. Jú ef þið hafið verið að hlusta gætu þið giskað rétt, það eru auðvitað gildi. Þau fara yfir hvernig gildi hafa aðstoðað þau að taka ákvarðanir og afhverju það er mikilvægt fyrir öll þau sem hafa áhuga á því að starfa sem áhrifavaldar.

Tuesday Feb 18, 2025
Hvernig gerum við erfiða hluti?
Tuesday Feb 18, 2025
Tuesday Feb 18, 2025
Gummi Kíró og Kristjana Barðdal fara yfir hvernig það er að gera erfiða hluti. Finnst þér stundum erfitt að pósta á samfélagsmiðla? Þá er þetta þátturinn fyrir þig þar sem þau fara yfir hvernig þau fundu sjálfstrauðstið til að pósta því sem þau vilja. Þau ræða allt sem hefur verið í gangi hjá þeim, námskeiðin sem þau voru að halda og hvernig þau taka erfiðar ákvarðanir.