Episodes

12 hours ago
12 hours ago
Kristjana Barðdal og Lilja Gísla spjalla um hvernig samfélagsmiðlar eru í dag og hvernig nafnleynd hefur áhrif á hegðun fólks á TikTok. Lilja fer yfir framann sinn og hvernig áhugi hennar á markaðsmálum og snyrtivörum leiddi hana í markaðsteymi Hagkaupa. Lilja hefur haldið úti hlaðvörpunum Afsakið og Fantasíusvítan og er mikil körfuboltaáhugakona.

Tuesday Mar 11, 2025
Atelier Agency - algengar spurningar
Tuesday Mar 11, 2025
Tuesday Mar 11, 2025
Kristjana fékk enga aðra til sín en Kristjönu Ben sem hélt lengi vel úti hlaðvarpinu Já elskan. Þær nöfnurnar fara yfir algengar spurningar í sambandi við nýstofnuðu umboðsskrifstofuna Atelier Agency. Þær ræða líka hvernig það er að taka skrefið að því að stofna sitt eigið fyrirtæki á milli þess sem þær blaðra og hrósa hvor annari.

Tuesday Mar 04, 2025
Sylvía Briem - fyrirtækjarekstur
Tuesday Mar 04, 2025
Tuesday Mar 04, 2025
Kristjana Barðdal og Sylvía Briem spjalla um fyrirtækjarekstur og spennandi fréttir sem Gummi nefndi í síðasta þætti og Kristjana segir frá í þættinum. Sylvía fer yfir hvernig hún byggði upp fjölskyldufyrirtækið Steindal og hvernig hún og Eva Mattadóttir héldu úti hlaðvarpinu: Normið.Sylvía á instagram: https://www.instagram.com/sylviafridjons/

Tuesday Feb 25, 2025
Hvernig tökum við ákvarðanir?
Tuesday Feb 25, 2025
Tuesday Feb 25, 2025
Gummi Kíró og Kristjana Barðdal fara yfir hvað er það mikilvægasta þegar kemur að því að taka ákvarðanir. Jú ef þið hafið verið að hlusta gætu þið giskað rétt, það eru auðvitað gildi. Þau fara yfir hvernig gildi hafa aðstoðað þau að taka ákvarðanir og afhverju það er mikilvægt fyrir öll þau sem hafa áhuga á því að starfa sem áhrifavaldar.

Tuesday Feb 18, 2025
Hvernig gerum við erfiða hluti?
Tuesday Feb 18, 2025
Tuesday Feb 18, 2025
Gummi Kíró og Kristjana Barðdal fara yfir hvernig það er að gera erfiða hluti. Finnst þér stundum erfitt að pósta á samfélagsmiðla? Þá er þetta þátturinn fyrir þig þar sem þau fara yfir hvernig þau fundu sjálfstrauðstið til að pósta því sem þau vilja. Þau ræða allt sem hefur verið í gangi hjá þeim, námskeiðin sem þau voru að halda og hvernig þau taka erfiðar ákvarðanir.

Tuesday Feb 11, 2025
Hvernig verður þú áhrifavaldur?
Tuesday Feb 11, 2025
Tuesday Feb 11, 2025
Gummi Kíró og Kristjana Barðdal fara yfir hvernig það er að vera áhrifavaldur í dag. Gummi segir frá því hvernig hann byrjaði á instagram og hvaða skref hann tók að verða áhrifavaldurinn sem hann er í dag. Við förum yfir hvernig markaðurinn er í dag þegar kemur að því að vera áhrifavaldur og hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að samstörfum. Förum betur yfir samstarfið okkar og hvað við höfum lært frá því að við byrjuðum að vinna saman.

Tuesday Feb 04, 2025
Af hverju þarf Gummi Kíró umboðsmann?
Tuesday Feb 04, 2025
Tuesday Feb 04, 2025
Í þættinum fara Gummi Kíró og Kristjana Barðdal sem er nýr meðstjórnandi þáttarins yfir hvernig það kom til að Kristjana er umboðsmaður Gumma. Þau ræða hvernig þau kynntust, hvað felst í því að vera umboðsmaður og hvernig þau vinna saman ásamt því að kynna til leiks Kristjönu og hennar bakgrunn.

Tuesday Nov 26, 2024
Kristín Linda Kaldal - Þarmaflóran og heildræn heilsa
Tuesday Nov 26, 2024
Tuesday Nov 26, 2024
Kristín Linda Kaldal kom í ótrúlega skemmtilegt og fræðandi spjall um þarmaflóruna og heilsuna á heildrænan hátt. Kristín á sér magnaða sögu um hverning hún vaknaði til vitundar og snéri blaðinu við hvað varðar sína heilsu og gefur okkur frábær ráð um hvernig við getum verið fyrirmyndir fyrir börnin okkar og aðra þegar kemur að vali á mataræðinu okkar

Tuesday Nov 19, 2024
Helena Reynis - Lífið mitt er eins og bíómynd
Tuesday Nov 19, 2024
Tuesday Nov 19, 2024
Helena Reynis er gríðarlega hæfileikarík listakona sem hefur farið sínar eigin leiðir í lífinu og lætur ekkert stoppa sig. Hún hefur síðustu 10 árin búið erlendis en er komin aftur heim og ætlar sér stóra hluti. Við settumst niður og ræddum listina, samfélagsmiðla og spennandi verkefni

Tuesday Oct 29, 2024
Snædís Xyza - nærri dauðans dyrum og viljinn til að verða ein sú besta
Tuesday Oct 29, 2024
Tuesday Oct 29, 2024
Snædís Xyza flutti ung frá Filipseyjum til Dalvíkur með móður sem beitti hana alvarlegu andlegu og líkamlegu ofbeldi. Ótrúleg saga Snædísar um að lifa af æsku árin og viljann til þess að verða einn besti matreiðslumaður á Íslandi. Saga sem fær ykkur til að bæði hlæja og gráta, og sýnir hvernig ein góð manneskja gat breytt lífi lítillar stelpu sem fékk loksins að blómstra